<$BlogRSDUrl$>

Wednesday, November 30, 2005

Jahá. Nú er búið að vera mikið að gera, ég er búinn að vera duglegur að sjá hvort þið hafið ekki verið stillt og góð. Ég sé ekki betur en það hafi nú flestir verið góðir, en þó eru nokkrir sem eru ekki eins góðir og þeir gætu verið. Ég held samt að þeir verði nú betri fyrir jólin. Við bræðurnir; Stúfur, Hurðaskellir og ég ætlum svo að vera saman á Ísafirði á laugardaginn. Það stendur víst til að fara að kveikja á jólatrénu þar. Auðvitað verðum við að vera við þegar svoleiðis er gert svo þetta sér gert almennilega.

Monday, November 15, 2004

Jæja börnin góð. Nú er farið að snjóa á landinu okkar og þá förum við bræðurnir að hugsa okkur til hreyfings. Þið verðið að muna að vera stillt og góð því við erum farnir að skoða hvernig þið hagið ykkur.

Monday, January 12, 2004

Nú er ég bara á fullu að undirbúa næstu jól. Börnin góð ekki einusinni láta ykkur detta í hug að ég sjái ekki þegar þið verðið óþekk.

Friday, January 02, 2004

Núna erum við bræðurnir farnair að ganga heim einn og einn. Við komum nú samt nokkrir og fögnum þrettándanum áður en við hvílum okkur til næstu jóla.

Tuesday, December 30, 2003

Jólakötturinn át skyrið mitt í nótt. Nú er ekki ein sletta eftir. Ég verð víst að fara og ná mér í meira skyr á eftir. Ég er nú hræddur um það. Ég veit ekki hvað á að gera við kattarófétið, Kétkrókur lenti illa í honum um daginn og hann er enn að jafna sig.

Monday, December 29, 2003

Núna í gær var ég og Stekkjastaur bróðir minn á ferðinni. Við fréttum af jólaballi í Bolungarvík og svo öðru í Hnífsdal. Við bræðurnir örkuðum þá af stað, viðbyrjuðum á því að koma við í Bolungarvík og hittum þar öll fallegu börnin og gáfum þeim eitthvað gott í gogginn. Þarna vorum við settir í leikfimi og vorum alveg svakalega þeyttir á eftir, enda búnir að arka neðan af fjöllum. Eins og allir vita þá kjósum við frekar að fara yfir fjöllin heldur en að nota þessa troðninga sem bílarnir keyra á.
Þegar við vorum búnir að vera góða stund í Bolungarvík þá skelltum við okkur í Hnífsdal og þar vorum við teknir í meiri leikfimi og vorum orðnir rosalega þreyttir þegar öllu var lokið.
Hæ, hæ. Þá er bara að byrja á þessu. Ég heiti Skyrgámur Leppalúðason og ég hef heyrt af þessu skemmtilega bloggi. En hér ætla ég að segja frá því sem á daga mín hefur drifið.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?