Wednesday, November 30, 2005
Jahá. Nú er búið að vera mikið að gera, ég er búinn að vera duglegur að sjá hvort þið hafið ekki verið stillt og góð. Ég sé ekki betur en það hafi nú flestir verið góðir, en þó eru nokkrir sem eru ekki eins góðir og þeir gætu verið. Ég held samt að þeir verði nú betri fyrir jólin. Við bræðurnir; Stúfur, Hurðaskellir og ég ætlum svo að vera saman á Ísafirði á laugardaginn. Það stendur víst til að fara að kveikja á jólatrénu þar. Auðvitað verðum við að vera við þegar svoleiðis er gert svo þetta sér gert almennilega.